Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi 20. mars 2012 00:00 við skólann Ozar Hatorah-skólinn fyrir gyðinga er í norðausturhluta Toulouse. Lögreglumenn rannsökuðu vettvanginn í gær. fréttablaðið/ap Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira