Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum 22. mars 2012 06:00 Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira