Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins.
Íslandsdeild Amnesty International segir í yfirlýsingu að kaldhæðnislegt sé að þessi mannréttindabrot séu framin einungis tveimur mánuðum áður en Eurovision-keppnin verður haldin í landinu. - bj

