Er vorið endanlega komið? 23. mars 2012 06:00 Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið. Vorið er óljós árstíð. Sumar og vetur eiga sína mörkuðu upphafsdaga sem ekkert fær hnikað. Sumardagurinn fyrsti er til að mynda alltaf fyrsta fimmtudag eftir átjánda apríl. Alveg sama hvernig viðrar. Sumardagurinn fyrsti er sumardagurinn fyrsti jafnvel þótt hann sé sumardagurinn frysti eins og gerðist í fyrra. En vordagurinn fyrsti er ekki merktur inn á dagatal og því er vorkoman kannski alltaf skilgreiningaratriði, ýmist almennings í skoðanakönnunum eða hvers fyrir sig. Það vorar alltaf í sálinni á einhverjum þegar ástin hans er nærri, og blærinn leikur í ljósum lokkum og angandi rósum. Þó að hiti sé við frostmark. Fyrir sumum kemur vorið þegar grundirnar gróa, aðra kemur það til að hugga, þótt fáir viti af því bíðandi handan við horn. Ég hef átt í stöðugum samningaviðræðum við veðurguðina frá því í fyrrahaust. Tilboðið frá mér hljóðar svo: „Ég skal ekki hallmæla veðrinu, alveg sama hversu galið það verður. Ég skal brosa gegnum frost og snjó, slyddu og él, taka upp hanskann þegar kvartað er yfir byljum og roki, skafa bílinn af æðruleysi, moka snjóinn af andakt. Bara ef það kemur almennilegt vor." Veðurguðirnir eiga enn eftir að svara. Enda býst ég ekki við svari strax. Mars er vetrarmánuður á Íslandi. Meðalhitinn á Íslandi í marsmánuði er undir fimm gráðum. Sums staðar erlendis er farið að vora, kirsuberjatré standa í blóma á einhverjum breiðgötum hér og hvar um heiminn. En ekki hér. Lóan, sem kemur til að kveða burt snjóinn og leiðindin, er víst ekki einu sinni farin að láta sjá sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sannfæra hana, og okkur, um hið gagnstæða. Íslendingar vilja vor. Þeir þrá vor og þyrstir í það eins og hverjar aðrar plöntur. Og þeim finnst þeir eiga það skilið. Enda er það rétt. Við erum langþreytt eftir erfið ár og eigum gott skilið. Og það fáum við um helgina. Spáð er þrettán stiga hita og blíðviðri um mest allt land. Það er enn von. Og kannski líka vor? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið. Vorið er óljós árstíð. Sumar og vetur eiga sína mörkuðu upphafsdaga sem ekkert fær hnikað. Sumardagurinn fyrsti er til að mynda alltaf fyrsta fimmtudag eftir átjánda apríl. Alveg sama hvernig viðrar. Sumardagurinn fyrsti er sumardagurinn fyrsti jafnvel þótt hann sé sumardagurinn frysti eins og gerðist í fyrra. En vordagurinn fyrsti er ekki merktur inn á dagatal og því er vorkoman kannski alltaf skilgreiningaratriði, ýmist almennings í skoðanakönnunum eða hvers fyrir sig. Það vorar alltaf í sálinni á einhverjum þegar ástin hans er nærri, og blærinn leikur í ljósum lokkum og angandi rósum. Þó að hiti sé við frostmark. Fyrir sumum kemur vorið þegar grundirnar gróa, aðra kemur það til að hugga, þótt fáir viti af því bíðandi handan við horn. Ég hef átt í stöðugum samningaviðræðum við veðurguðina frá því í fyrrahaust. Tilboðið frá mér hljóðar svo: „Ég skal ekki hallmæla veðrinu, alveg sama hversu galið það verður. Ég skal brosa gegnum frost og snjó, slyddu og él, taka upp hanskann þegar kvartað er yfir byljum og roki, skafa bílinn af æðruleysi, moka snjóinn af andakt. Bara ef það kemur almennilegt vor." Veðurguðirnir eiga enn eftir að svara. Enda býst ég ekki við svari strax. Mars er vetrarmánuður á Íslandi. Meðalhitinn á Íslandi í marsmánuði er undir fimm gráðum. Sums staðar erlendis er farið að vora, kirsuberjatré standa í blóma á einhverjum breiðgötum hér og hvar um heiminn. En ekki hér. Lóan, sem kemur til að kveða burt snjóinn og leiðindin, er víst ekki einu sinni farin að láta sjá sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sannfæra hana, og okkur, um hið gagnstæða. Íslendingar vilja vor. Þeir þrá vor og þyrstir í það eins og hverjar aðrar plöntur. Og þeim finnst þeir eiga það skilið. Enda er það rétt. Við erum langþreytt eftir erfið ár og eigum gott skilið. Og það fáum við um helgina. Spáð er þrettán stiga hita og blíðviðri um mest allt land. Það er enn von. Og kannski líka vor?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun