Perlan verði Náttúruperlan 24. mars 2012 15:00 "NáttúruPerlan“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta
Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira