Obama vill láta rannsaka málið til hlítar 24. mars 2012 03:00 Bill Lee Lögreglustjórinn í Sanford vék úr embætti tímabundið meðan málið er rannsakað.nordicphotos/AFP „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira