Obama vill láta rannsaka málið til hlítar 24. mars 2012 03:00 Bill Lee Lögreglustjórinn í Sanford vék úr embætti tímabundið meðan málið er rannsakað.nordicphotos/AFP „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
„Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira