Veikasti hlekkurinn Pawel Bartoszek skrifar 30. mars 2012 06:00 Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni. Það er margt fínt í tillögum stjórnlagaráðs. Ég hygg að hryggjarstykkið í þeirri stjórnskipan sem sett er upp í tillögunum gangi þokkalega upp. Þá á ég við leikreglur um samspil forseta, stjórnar og þings. Að sama skapi er nýr kafli um dómsvaldið tímabær, sem og endurskoðun þeirra ákvæða sem varða utanríkismál. Margt af þessu er ekki hlutir sem fólk er að sturlast af spenningi yfir en eru góð mál engu að síður. Margar aðrar breytingar eru róttækari en kannski minna aðkallandi. Mannréttindakaflanum er bylt. Hlutverk forseta við stöðuráðningar er aukið. Nýju kosningakerfi komið á. Ísland er síðan látið stíga skrefið frá því að vera ríki þar sem þjóðaratkvæðagreiðslum er beitt mjög sjaldan og til þess að færast skammt á eftir Sviss hvað varðar notkun beins lýðræðis við ákvarðanatöku. Það er stór breyting. BreytingarákvæðinÞað eru þó ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni sjálfri sem mest þarf að ígrunda. Eðli málsins samkvæmt eru þetta veikustu hlekkir hverrar stjórnarskrár. Engu gildir hverju stjórnarskrá lofar borgurunum ef því má auðveldlega snúa við. Í dag þurfa tvö þing með kosningum á milli að samþykkja breytingar á stjórnarskránni til að þær öðlist gildi. Stjórnlagaráð lagði til breytingar á þessu ferli. Ákvæðið um breytingar á stjórnarskránni hljóðar svo í tillögum stjórnlagaráðs: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður." Grunnurinn að textanum kemur úr dæmi A í tillögu stjórnlaganefndar, og þaðan er tímaramminn 1-3 mánuðir fenginn. Stjórnlagaráð felldi þó burt þann þröskuld að 30% allra kjósenda í landinu þyrftu að samþykkja tillögurnar, sem var í tillögum stjórnlaganefndar, og bætti við þeirri leið að 5/6 hlutar þings gætu samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þjóðaratkvæðis. Stærsta dempunartækið í gildandi stjórnarskrá er í raun sá tími sem það tekur að breyta henni. Sitjandi þingmenn rjúfa þing ekki svo glatt svo að tækifæri til að leggja fram stjórnarskrárbreytingar gefst helst á fjögurra ára fresti. Fyrir vikið hafa menn lengst af lýðveldissögunnar reynt að ná fram tiltölulega breiðri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Þessari dýnamík er breytt í tillögunum. Þær tvær breytingarleiðir sem boðið er upp á í tillögum stjórnlagaráðs, þ.e.a.s. þing+þjóðaratkvæði eða stóraukinn meirihluti þings þýða ekki endilega að stjórnarskrárbreytingar verði mjög auðveldar, en þeim verður hægt að koma í gegn á skemmri tíma. Það má spyrja sig: Er engin hætta á því að stjórnvöld muni nota þjóðaratkvæðagreiðslutækið til að kalla fram kosningar um umdeild mál líðandi stundar? Er það gott að stjórnarskrá sé hægt að breyta nánast samdægurs ef allir þingmenn eru um það sammála? Um hvort tveggja má hafa heilmiklar efasemdir. Hvort tveggja hefði mátt skoða betur, en vilji þingsins stóð ekki til þess. Kosið um tillögurnar eins og þær liggja fyrirFyrirfram ætti að vara fólk sterklega við því að taka trúanlega þá sem hyggjast svara gagnrýni á einstaka ákvæði með því að eitthvað verði hægt að laga í þinginu á seinni stigum málsins. Alþingi hafði á hálfu ári hvorki rýnt tillögurnar efnislega né mótað sér afstöðu til þeirra. Það kallaði saman stjórnlagaráð að nýju, en tók ekki afstöðu til þess sem frá því barst. Stjórnlagaráð lagði þannig til á marsfundi sínum valkost um að ofannefnd 5/6-leið félli út, en fátt var gert með þá niðurstöðu. Engin ástæða er því til að ætla að nokkuð verði „lagað" héðan í frá. Með þá vitneskju þurfum við að ganga í kjörklefann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun
Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni. Það er margt fínt í tillögum stjórnlagaráðs. Ég hygg að hryggjarstykkið í þeirri stjórnskipan sem sett er upp í tillögunum gangi þokkalega upp. Þá á ég við leikreglur um samspil forseta, stjórnar og þings. Að sama skapi er nýr kafli um dómsvaldið tímabær, sem og endurskoðun þeirra ákvæða sem varða utanríkismál. Margt af þessu er ekki hlutir sem fólk er að sturlast af spenningi yfir en eru góð mál engu að síður. Margar aðrar breytingar eru róttækari en kannski minna aðkallandi. Mannréttindakaflanum er bylt. Hlutverk forseta við stöðuráðningar er aukið. Nýju kosningakerfi komið á. Ísland er síðan látið stíga skrefið frá því að vera ríki þar sem þjóðaratkvæðagreiðslum er beitt mjög sjaldan og til þess að færast skammt á eftir Sviss hvað varðar notkun beins lýðræðis við ákvarðanatöku. Það er stór breyting. BreytingarákvæðinÞað eru þó ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni sjálfri sem mest þarf að ígrunda. Eðli málsins samkvæmt eru þetta veikustu hlekkir hverrar stjórnarskrár. Engu gildir hverju stjórnarskrá lofar borgurunum ef því má auðveldlega snúa við. Í dag þurfa tvö þing með kosningum á milli að samþykkja breytingar á stjórnarskránni til að þær öðlist gildi. Stjórnlagaráð lagði til breytingar á þessu ferli. Ákvæðið um breytingar á stjórnarskránni hljóðar svo í tillögum stjórnlagaráðs: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður." Grunnurinn að textanum kemur úr dæmi A í tillögu stjórnlaganefndar, og þaðan er tímaramminn 1-3 mánuðir fenginn. Stjórnlagaráð felldi þó burt þann þröskuld að 30% allra kjósenda í landinu þyrftu að samþykkja tillögurnar, sem var í tillögum stjórnlaganefndar, og bætti við þeirri leið að 5/6 hlutar þings gætu samþykkt stjórnarskrárbreytingar án þjóðaratkvæðis. Stærsta dempunartækið í gildandi stjórnarskrá er í raun sá tími sem það tekur að breyta henni. Sitjandi þingmenn rjúfa þing ekki svo glatt svo að tækifæri til að leggja fram stjórnarskrárbreytingar gefst helst á fjögurra ára fresti. Fyrir vikið hafa menn lengst af lýðveldissögunnar reynt að ná fram tiltölulega breiðri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Þessari dýnamík er breytt í tillögunum. Þær tvær breytingarleiðir sem boðið er upp á í tillögum stjórnlagaráðs, þ.e.a.s. þing+þjóðaratkvæði eða stóraukinn meirihluti þings þýða ekki endilega að stjórnarskrárbreytingar verði mjög auðveldar, en þeim verður hægt að koma í gegn á skemmri tíma. Það má spyrja sig: Er engin hætta á því að stjórnvöld muni nota þjóðaratkvæðagreiðslutækið til að kalla fram kosningar um umdeild mál líðandi stundar? Er það gott að stjórnarskrá sé hægt að breyta nánast samdægurs ef allir þingmenn eru um það sammála? Um hvort tveggja má hafa heilmiklar efasemdir. Hvort tveggja hefði mátt skoða betur, en vilji þingsins stóð ekki til þess. Kosið um tillögurnar eins og þær liggja fyrirFyrirfram ætti að vara fólk sterklega við því að taka trúanlega þá sem hyggjast svara gagnrýni á einstaka ákvæði með því að eitthvað verði hægt að laga í þinginu á seinni stigum málsins. Alþingi hafði á hálfu ári hvorki rýnt tillögurnar efnislega né mótað sér afstöðu til þeirra. Það kallaði saman stjórnlagaráð að nýju, en tók ekki afstöðu til þess sem frá því barst. Stjórnlagaráð lagði þannig til á marsfundi sínum valkost um að ofannefnd 5/6-leið félli út, en fátt var gert með þá niðurstöðu. Engin ástæða er því til að ætla að nokkuð verði „lagað" héðan í frá. Með þá vitneskju þurfum við að ganga í kjörklefann.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun