Takk fyrir mig Davíð Þór Jónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Í apríl 2006 birtust mínir fyrstu Bakþankar hér í blaðinu. Síðan hefur margt breyst til hins betra í lífi mínu. Það eina, sem ég man í svipinn eftir að breyst hafi á verri veg, er tilfinning mín í garð þessara skrifa. Lengst af hlakkaði ég til að færa vangaveltur mínar í letur og koma þeim á framfæri í svo víðlesnum fjölmiðli. Upp á síðkastið hefur þetta aftur á móti orðið að hálfgerðri kvöð og núorðið er ekki laust við að ég finni fyrir vægri kvíðaröskun í hvert skipti sem ég sest við tölvuna. „Hvernig verður þetta nú rangtúlkað, snúið út úr því og það lagt út á versta veg?" „Hvaða mannvonska, níðingsháttur eða jafnvel kynferðislega óeðli verður lesið inn í þessa hugleiðingu?" Í seinni tíð hef ég einhvern veginn ekki getað komist hjá því að velta þessu fyrir mér í hvert sinn sem ég ýti á „senda". Ég finn nefnilega í síauknum mæli fyrir því að þeir, sem verða fyrir gagnrýni eða aðfinnslum, taka því sem persónulegri árás. Ef mér finnst femínistar ganga of langt er ég kynferðislega brenglaður hórkarl. Ef ég fíla ekki ungan tónlistarmann er ég hatursfullur karlfauskur. Ef mér finnst of dökk mynd dregin upp er ég veruleikafirrtur skýjaglópur. Auðvitað væri auðvelt að komast hjá þessu með því að gæta þess að segja aldrei neitt sem mögulega gæti komið illa við einhvern. En þá er líka alveg eins gott að þegja bara, því þá er maður ekki að segja neitt sem ástæða er til að hafa orð á. Lífið er of stutt til að eyða því í tilgangslausan vaðal. Ég hef fengið vinnu sem felur það í sér að vera með ókunnugu fólki á viðkvæmum augnablikum auk þess að annast kristilegt barna- og unglingastarf. Ég hef metnað fyrir því. Ég hef engan metnað fyrir því að vera helsti „bátaruggarinn" eða „enfant terrible" í opinberri umræðu á Íslandi, kyndilberi pólitískrar ranghugsunar. Ég nenni því ekki. Þegar aukavinna, sem ég hef lítinn metnað fyrir, fer að há mér í því, sem ég hef köllun til að gera, er valið því auðvelt. Ég get ekki vænst þess að vera aufúsugestur í sorgarhúsi eða vera treyst fyrir ungum börnum ef ég á sama tíma sit undir því frá leiðtoga stjórnmálaflokks, sem skjólstæðingar mínir kynnu jafnvel að tilheyra, að vera kynferðislega brenglaður nauðgaravinur, hættulegur jafnrétti og flestum góðum samfélagsgildum. Þetta eru því mínir síðustu Bakþankar. Ég þakka lesendum sex ára samfylgd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun
Í apríl 2006 birtust mínir fyrstu Bakþankar hér í blaðinu. Síðan hefur margt breyst til hins betra í lífi mínu. Það eina, sem ég man í svipinn eftir að breyst hafi á verri veg, er tilfinning mín í garð þessara skrifa. Lengst af hlakkaði ég til að færa vangaveltur mínar í letur og koma þeim á framfæri í svo víðlesnum fjölmiðli. Upp á síðkastið hefur þetta aftur á móti orðið að hálfgerðri kvöð og núorðið er ekki laust við að ég finni fyrir vægri kvíðaröskun í hvert skipti sem ég sest við tölvuna. „Hvernig verður þetta nú rangtúlkað, snúið út úr því og það lagt út á versta veg?" „Hvaða mannvonska, níðingsháttur eða jafnvel kynferðislega óeðli verður lesið inn í þessa hugleiðingu?" Í seinni tíð hef ég einhvern veginn ekki getað komist hjá því að velta þessu fyrir mér í hvert sinn sem ég ýti á „senda". Ég finn nefnilega í síauknum mæli fyrir því að þeir, sem verða fyrir gagnrýni eða aðfinnslum, taka því sem persónulegri árás. Ef mér finnst femínistar ganga of langt er ég kynferðislega brenglaður hórkarl. Ef ég fíla ekki ungan tónlistarmann er ég hatursfullur karlfauskur. Ef mér finnst of dökk mynd dregin upp er ég veruleikafirrtur skýjaglópur. Auðvitað væri auðvelt að komast hjá þessu með því að gæta þess að segja aldrei neitt sem mögulega gæti komið illa við einhvern. En þá er líka alveg eins gott að þegja bara, því þá er maður ekki að segja neitt sem ástæða er til að hafa orð á. Lífið er of stutt til að eyða því í tilgangslausan vaðal. Ég hef fengið vinnu sem felur það í sér að vera með ókunnugu fólki á viðkvæmum augnablikum auk þess að annast kristilegt barna- og unglingastarf. Ég hef metnað fyrir því. Ég hef engan metnað fyrir því að vera helsti „bátaruggarinn" eða „enfant terrible" í opinberri umræðu á Íslandi, kyndilberi pólitískrar ranghugsunar. Ég nenni því ekki. Þegar aukavinna, sem ég hef lítinn metnað fyrir, fer að há mér í því, sem ég hef köllun til að gera, er valið því auðvelt. Ég get ekki vænst þess að vera aufúsugestur í sorgarhúsi eða vera treyst fyrir ungum börnum ef ég á sama tíma sit undir því frá leiðtoga stjórnmálaflokks, sem skjólstæðingar mínir kynnu jafnvel að tilheyra, að vera kynferðislega brenglaður nauðgaravinur, hættulegur jafnrétti og flestum góðum samfélagsgildum. Þetta eru því mínir síðustu Bakþankar. Ég þakka lesendum sex ára samfylgd.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun