Menning

Komst á bragðið í Séð og heyrt

Svanur Már Snorrason hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði. fréttablaðið/anton
Svanur Már Snorrason hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði. fréttablaðið/anton
„Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði.

Svanur Már er fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt en hætti þar störfum í janúar í fyrra.

Eftir að hann frétti af rafbókafyrirtækinu Emma.is þar sem menn geta sent inn eigið efni og verið sínir eigin herrar ákvað hann að gefa skrifum sínum meiri gaum. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg hugmynd og einsetti mér að setja saman eitthvað af því sem ég átti,“ segir Svanur Már, sem selur bókina sína á 499 krónur. Hann telur rafbækur vera það sem koma skal, sérstaklega varðandi efni sem hefur ekki verið söluvænt eins og ljóð, smásögur, örsögur, samtöl og prósar. Bók hans hefur einmitt að geyma slíkt efni og fjallar um lífið og tilveruna en aðallega þó samskipti kynjanna.

Svanur Már viðurkennir að titillinn sé dálítið Séð og heyrt-legur, enda komst hann á bragðið í Móment-pistlum sínum í tímaritinu. Nokkrir þeirra eru einmitt í bókinni. „Eiríkur Jónsson hvatti mig áfram eftir að ég skrifaði einu sinni svona pistil. Þarna var ég að skrifa inn í dálítið knappt form. Það var erfitt en gaman að takast á við það,“ segir hann.-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×