Masters 2012: Hver er efstur á "næstum því“ listanum? 5. apríl 2012 11:00 Sergio Garcia er efstur á næstum því listanum á Masters. Getty Images / Nordic Photos Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera „sá besti" sem hefur ekki náð risatitli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmótið árið 2004. Jason Day frá Ástralíu og landi hans Adam Scott voru líklegir til afreka á Mastersmótinu í fyrra ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy – en sá síðastnefndi var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn. Allir vita hvernig það endaði en McIlroy svaraði fyrir sig átta vikum síðar þegar hann vann Opna bandaríska meistaramótið með yfirburðum. Golfsérfræðingurinn Justin Ray, sem skrifar fyrir bandaríska fréttavefinn ESPN, hefur reiknað út hvaða 10 kylfingar skipa listann sem enginn vill vera á. „Næstum því sigurvegari á stórmóti-listinn". Eins og gefur að skilja beinist athyglin að Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood sem skipa 1. og 3. sæti heimslistans. Þeir hafa enn ekki náð að brjóta ísinn en sá sem skipar efsta sæti á þessum lista er Spánverjinn Sergio Garcia. Á ferlinum hefur Garcia náð þeim árangri að enda 17 sinnum á meðal 10 efstu á stórmóti. Frá árinu 2000 hefur Garcia verið í þriðja sæti eða ofar fyrir lokadaginn á sex stórmótum. Garcia hefur ekki gert neinar rósir á Mastersmótinu á undanförnum árum – reyndar hefur hann ekki endað ofar en 35. sæti frá árinu 2004. Næstum því-listinn er þannig skipaður. Stigaútreikningurinn er byggður á útreikningum tölfræðiteymis ESPN 1.Sergio Garcia Spánn 34,2 stig 2.Lee Westwood England 31,8 stig 3.Steve Stricker Bandaríkin 24,9 stig 4.Dustin Johnson Bandaríkin 21 stig 5.Luke Donald England 20,3 stig 6.Adam Scott Ástralía 20,2 stig 7.Jason Day Ástralía 18,7 stig 8.K.J. Choi Suður-Kórea 18,3 stig 9.Miquel Angel Jimenez Spánn 16,1 stig 10.Nick Watney Bandaríkin 14,9 stig Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera „sá besti" sem hefur ekki náð risatitli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmótið árið 2004. Jason Day frá Ástralíu og landi hans Adam Scott voru líklegir til afreka á Mastersmótinu í fyrra ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy – en sá síðastnefndi var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn. Allir vita hvernig það endaði en McIlroy svaraði fyrir sig átta vikum síðar þegar hann vann Opna bandaríska meistaramótið með yfirburðum. Golfsérfræðingurinn Justin Ray, sem skrifar fyrir bandaríska fréttavefinn ESPN, hefur reiknað út hvaða 10 kylfingar skipa listann sem enginn vill vera á. „Næstum því sigurvegari á stórmóti-listinn". Eins og gefur að skilja beinist athyglin að Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood sem skipa 1. og 3. sæti heimslistans. Þeir hafa enn ekki náð að brjóta ísinn en sá sem skipar efsta sæti á þessum lista er Spánverjinn Sergio Garcia. Á ferlinum hefur Garcia náð þeim árangri að enda 17 sinnum á meðal 10 efstu á stórmóti. Frá árinu 2000 hefur Garcia verið í þriðja sæti eða ofar fyrir lokadaginn á sex stórmótum. Garcia hefur ekki gert neinar rósir á Mastersmótinu á undanförnum árum – reyndar hefur hann ekki endað ofar en 35. sæti frá árinu 2004. Næstum því-listinn er þannig skipaður. Stigaútreikningurinn er byggður á útreikningum tölfræðiteymis ESPN 1.Sergio Garcia Spánn 34,2 stig 2.Lee Westwood England 31,8 stig 3.Steve Stricker Bandaríkin 24,9 stig 4.Dustin Johnson Bandaríkin 21 stig 5.Luke Donald England 20,3 stig 6.Adam Scott Ástralía 20,2 stig 7.Jason Day Ástralía 18,7 stig 8.K.J. Choi Suður-Kórea 18,3 stig 9.Miquel Angel Jimenez Spánn 16,1 stig 10.Nick Watney Bandaríkin 14,9 stig
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira