Masters 2012: Eftirvænting – og spenna Þorsteinn Hallgrímsson á Augusta-vellinum í Georgíu skrifar 4. apríl 2012 06:00 Ungu kylfingarnir söfnuðu eiginhandaráritunum við æfingasvæðið á Augusta og voru þeir ánægðir. mynd/friðirk þór Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira