Masters 2012: Eftirvænting – og spenna Þorsteinn Hallgrímsson á Augusta-vellinum í Georgíu skrifar 4. apríl 2012 06:00 Ungu kylfingarnir söfnuðu eiginhandaráritunum við æfingasvæðið á Augusta og voru þeir ánægðir. mynd/friðirk þór Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun. Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun.
Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira