Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC 7. apríl 2012 12:45 „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira