Verkstæði með Michelin-vottun 11. apríl 2012 11:00 Arnar tilbúin með sumardekkin Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“ Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira