Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót 12. apríl 2012 10:00 fréttablaðið/valli Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira