Í dag hefst Íslandsmeistaramótið í 50 m laug í Laugardalslauginni. Þetta er stærsta mót ársins hér á landi og eitt fárra sem eru viðurkennd hjá FINA, Alþjóðasundsambandinu. Keppendur eiga því möguleika á að ná Ólympíulágmörkum á mótinu.
Enn sem komið er hefur enginn íslenskur sundmaður náð lágmarki fyrir leikana en að sögn Ragnars Marteinssonar, stjórnarmanns í SSÍ, má gera ráð fyrir að allt að fjórtán sundmenn séu að stefna að því leynt og ljóst að ná lágmörkum.
„Það má búast við að einhver muni ná lágmarki í sinni grein um helgina – ég reikna fastlega með því," sagði Ragnar en allt okkar besta sundfólk mun keppa á mótinu fyrir utan Hrafnhildi Lúthersdóttur.
„Í raun má líkja þessu við úrtökumót hjá öðrum þjóðum því okkar sundfólk hefur verið að undirbúa sig fyrst og fremst fyrir þetta mót. En þó svo að lágmarkið náist ekki nú fær sundfólkið tækifæri á öðrum alþjóðlegum mótum síðar í vor," bætti hann við. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á sundsamband.is.
Geta tryggt sig á Ólympíuleika
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



