Öfgar stela umræðu 20. apríl 2012 08:00 Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu. Í bankahruninu beittum við nauðsynlega neyðarrétti og veltum þúsunda milljarða skuldum sem íslenskir lögaðilar höfðu stofnað til yfir á erlenda kröfuhafa. Peningarnir þeirra, sem flæddu óhindrað inn í landið á uppgangstímum, voru að einhverju leyti notaðir í viðskiptavitleysur. En þeir voru líka notaðir til að byggja upp alls kyns innviði á Íslandi. Til að byggja íbúðir, atvinnuhúsnæði, tónlistarhús, knattspyrnuhallir, sundlaugar, skóla og vegi. Til að byggja upp þekkingu og tækni sem nýtist þjóðinni til framtíðar. Þeir voru notaðir í hluti sem kröfuhafar geta ekki með nokkru móti rifið upp með rótum og flutt til síns heima, heldur sitja sem fastast hér og auka lífsgæði Íslendinga. Til viðbótar fylltist lögsaga okkar af makríl, loðnukvóti var aukinn og staða þorskstofnsins hefur ekki verið betri síðan á níunda áratugnum. Heildarfjöldi erlendra gesta sem heimsótti landið, og eyddi peningum hér, var 566 þúsund í fyrra. Hann var 485 þúsund í árslok 2007. Landsvirkjun segist vera með tíu verkefni um sölu á orku í vinnslu, ætlar að fara að gera tilraunir með vindmyllur og er að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu sem forstjóri fyrirtækisins segir að myndi „stórbæta lífskjör Íslendinga". Vegna þessa, og aukinnar einkaneyslu í kjölfar launahækkana, var hagvöxtur upp á 3,1% á Íslandi í fyrra. Spár gera ráð fyrir því að hann verði um 2,6% í ár. Það er miklu meiri efnahagsbati en mælist í Evrópusambandinu (1,5% hagvöxtur 2011) og Bandaríkjunum (1,7% hagvöxtur 2011). Auk þess fer atvinnuleysi hérlendis lækkandi (7,1%) á meðan það hækkar innan ESB (10,8%) og er komið í algjörar ógöngur í ríkjum á borð við Spán (23,6%) og Grikkland (21%). Við höfum afskrifað meira af skuldum heimila en nokkurt annað ríki, látið vinna rannsóknarskýrslur um fall banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs og gert úttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Við höfum sett á fót sérstakt rannsóknarembætti til að saksækja þá sem taldir eru hafa framið góðærisglæpi. Það hefur gríðarlega margt verið gert. Auðvitað glímir Ísland við stór vandamál, sem flest tengjast ónýtum gjaldmiðli. Hér er 6,4% verðbólga, gjaldeyrishöft eru í gildi til að halda inni allt að 1.000 milljörðum aflandskróna sem vilja ekki vera hérna og íslenska krónan tapar verðgildi sínu nánast daglega. Þá er ríkissjóður alltof skuldsettur og óviðunandi að næststærsti útgjaldaliður hans, á eftir almannatryggingakerfinu, sé vaxtakostnaður vegna lántöku. En stærsta vandamál okkar er umræðan og sú tilhneiging öfgafullra sérhagsmunahópa að stela henni, afskræma hana og túlka að eigin hentugleika til að styrkja eigin málstað. Það smitar út frá sér og skapar tortryggni, vantraust og óbilgirni. Okkur er í sjálfsvald sett að losa okkur út úr henni og hunsa þessi öfl. Til þess þarf einungis almenna skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu. Í bankahruninu beittum við nauðsynlega neyðarrétti og veltum þúsunda milljarða skuldum sem íslenskir lögaðilar höfðu stofnað til yfir á erlenda kröfuhafa. Peningarnir þeirra, sem flæddu óhindrað inn í landið á uppgangstímum, voru að einhverju leyti notaðir í viðskiptavitleysur. En þeir voru líka notaðir til að byggja upp alls kyns innviði á Íslandi. Til að byggja íbúðir, atvinnuhúsnæði, tónlistarhús, knattspyrnuhallir, sundlaugar, skóla og vegi. Til að byggja upp þekkingu og tækni sem nýtist þjóðinni til framtíðar. Þeir voru notaðir í hluti sem kröfuhafar geta ekki með nokkru móti rifið upp með rótum og flutt til síns heima, heldur sitja sem fastast hér og auka lífsgæði Íslendinga. Til viðbótar fylltist lögsaga okkar af makríl, loðnukvóti var aukinn og staða þorskstofnsins hefur ekki verið betri síðan á níunda áratugnum. Heildarfjöldi erlendra gesta sem heimsótti landið, og eyddi peningum hér, var 566 þúsund í fyrra. Hann var 485 þúsund í árslok 2007. Landsvirkjun segist vera með tíu verkefni um sölu á orku í vinnslu, ætlar að fara að gera tilraunir með vindmyllur og er að skoða lagningu sæstrengs til Evrópu sem forstjóri fyrirtækisins segir að myndi „stórbæta lífskjör Íslendinga". Vegna þessa, og aukinnar einkaneyslu í kjölfar launahækkana, var hagvöxtur upp á 3,1% á Íslandi í fyrra. Spár gera ráð fyrir því að hann verði um 2,6% í ár. Það er miklu meiri efnahagsbati en mælist í Evrópusambandinu (1,5% hagvöxtur 2011) og Bandaríkjunum (1,7% hagvöxtur 2011). Auk þess fer atvinnuleysi hérlendis lækkandi (7,1%) á meðan það hækkar innan ESB (10,8%) og er komið í algjörar ógöngur í ríkjum á borð við Spán (23,6%) og Grikkland (21%). Við höfum afskrifað meira af skuldum heimila en nokkurt annað ríki, látið vinna rannsóknarskýrslur um fall banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs og gert úttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Við höfum sett á fót sérstakt rannsóknarembætti til að saksækja þá sem taldir eru hafa framið góðærisglæpi. Það hefur gríðarlega margt verið gert. Auðvitað glímir Ísland við stór vandamál, sem flest tengjast ónýtum gjaldmiðli. Hér er 6,4% verðbólga, gjaldeyrishöft eru í gildi til að halda inni allt að 1.000 milljörðum aflandskróna sem vilja ekki vera hérna og íslenska krónan tapar verðgildi sínu nánast daglega. Þá er ríkissjóður alltof skuldsettur og óviðunandi að næststærsti útgjaldaliður hans, á eftir almannatryggingakerfinu, sé vaxtakostnaður vegna lántöku. En stærsta vandamál okkar er umræðan og sú tilhneiging öfgafullra sérhagsmunahópa að stela henni, afskræma hana og túlka að eigin hentugleika til að styrkja eigin málstað. Það smitar út frá sér og skapar tortryggni, vantraust og óbilgirni. Okkur er í sjálfsvald sett að losa okkur út úr henni og hunsa þessi öfl. Til þess þarf einungis almenna skynsemi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun