Mótið í Barein á áætlun þrátt fyrir mikil mótmæli Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 10:00 Formúlu 1-kappakstrinum í Barein hefur verið mótmælt markvisst á hverjum degi síðan á mánudag enda er mótið á vegum stjórnvalda þar í landi. nordicphotos/AFP Kappaksturinn í Barein fer fram um helgina í skugga gríðarlegra mótmæla og óeirða í landinu. Mótmælin hafa staðið í rúmt ár þar sem lýðurinn krefst almennra mannréttinda og frelsis. Forsvarsmenn formúlunnar hafa viðrað áhyggjur sínar um að mótmælendur muni nota kappaksturinn, og beina útsendingu frá mótsstað, til að koma kröfum sínum á framfæri alþjóðasamfélagsins. Á æfingum keppnisliða í gær dró Force India-liðið sig í hlé vegna óöryggis liðsmanna liðsins. Tveir starfsmenn liðsins þurftu að flýja landið á fimmtudag eftir að hafa lent í umferðaröngþveiti þar sem mótmælendur köstuðu að þeim eldsprengjum. Mótmælin í Barein eru afsprengi arabíska vorsins, hrinu mótmæla sem skók arabalönd vorið 2011. Kappakstrinum í Barein í fyrra var aflýst vegna gríðarlegra óeirða og því hefur mikil umræða skapast síðustu mánuði um hvort mótið í Barein eigi að fara fram í ár, enda ástandið litlu betra. Umræðan hefur aðallega reynt að meta umfang mótmælanna í samanburði við hvernig málin stóðu í fyrra, í stað þess að hafa lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi og aflýsa keppninni. „Ef við hættum við kappaksturinn erum við að færa mótmælendum sigurinn á silfurfati," lét krónprisinn Salman Al Khalifa hafa eftir sér en hann og Bernie Ecclestone hafa þróað með sér sérstaka vináttu síðan keppt var fyrst í Barein árið 2004. „Við erum að reyna að nota kappaksturinn sem tól til að sameina þjóðina og fá fólk til að vinna saman." Krónprinsinn sagðist meðvitaður um áhyggjur liðsmanna keppnisliðanna um að lenda í atviki eins og því sem starfsmenn Force India lentu í. Hann segist þó fullviss um að mótmælin snúi ekki að Formúlu 1. Breskir þingmenn hafa jafnframt skipt sér af málinu og hafa sumir meðal annars sagt að þeim finnist breskir ríkisborgarar ekki eiga að vera í Barein á ófriðartímum þar í landi. Stór þáttur í ákvörðun mótshaldara og stjórnenda formúlunnar eru peningar. Auglýsingatekjur af kappakstrinum í Barein árið 2010 voru hátt í 12 milljarðar íslenskra króna. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN segir tekjutap auglýsenda, verði kappakstrinum aflýst, slaga hátt í 70 milljarða króna. Ecclestone vill því heldur að kappaksturinn fari fram en ekki þrátt fyrir gríðarlega pólitíska ólgu í landinu. Óeirðalögregla í landinu keppist nú við að kveða niður alla andspyrnu í landinu í aðdraganda mótsins í Barein. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í hádeginu á morgun. Formúla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kappaksturinn í Barein fer fram um helgina í skugga gríðarlegra mótmæla og óeirða í landinu. Mótmælin hafa staðið í rúmt ár þar sem lýðurinn krefst almennra mannréttinda og frelsis. Forsvarsmenn formúlunnar hafa viðrað áhyggjur sínar um að mótmælendur muni nota kappaksturinn, og beina útsendingu frá mótsstað, til að koma kröfum sínum á framfæri alþjóðasamfélagsins. Á æfingum keppnisliða í gær dró Force India-liðið sig í hlé vegna óöryggis liðsmanna liðsins. Tveir starfsmenn liðsins þurftu að flýja landið á fimmtudag eftir að hafa lent í umferðaröngþveiti þar sem mótmælendur köstuðu að þeim eldsprengjum. Mótmælin í Barein eru afsprengi arabíska vorsins, hrinu mótmæla sem skók arabalönd vorið 2011. Kappakstrinum í Barein í fyrra var aflýst vegna gríðarlegra óeirða og því hefur mikil umræða skapast síðustu mánuði um hvort mótið í Barein eigi að fara fram í ár, enda ástandið litlu betra. Umræðan hefur aðallega reynt að meta umfang mótmælanna í samanburði við hvernig málin stóðu í fyrra, í stað þess að hafa lýðræðisleg sjónarmið að leiðarljósi og aflýsa keppninni. „Ef við hættum við kappaksturinn erum við að færa mótmælendum sigurinn á silfurfati," lét krónprisinn Salman Al Khalifa hafa eftir sér en hann og Bernie Ecclestone hafa þróað með sér sérstaka vináttu síðan keppt var fyrst í Barein árið 2004. „Við erum að reyna að nota kappaksturinn sem tól til að sameina þjóðina og fá fólk til að vinna saman." Krónprinsinn sagðist meðvitaður um áhyggjur liðsmanna keppnisliðanna um að lenda í atviki eins og því sem starfsmenn Force India lentu í. Hann segist þó fullviss um að mótmælin snúi ekki að Formúlu 1. Breskir þingmenn hafa jafnframt skipt sér af málinu og hafa sumir meðal annars sagt að þeim finnist breskir ríkisborgarar ekki eiga að vera í Barein á ófriðartímum þar í landi. Stór þáttur í ákvörðun mótshaldara og stjórnenda formúlunnar eru peningar. Auglýsingatekjur af kappakstrinum í Barein árið 2010 voru hátt í 12 milljarðar íslenskra króna. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN segir tekjutap auglýsenda, verði kappakstrinum aflýst, slaga hátt í 70 milljarða króna. Ecclestone vill því heldur að kappaksturinn fari fram en ekki þrátt fyrir gríðarlega pólitíska ólgu í landinu. Óeirðalögregla í landinu keppist nú við að kveða niður alla andspyrnu í landinu í aðdraganda mótsins í Barein. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í hádeginu á morgun.
Formúla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira