Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng 25. apríl 2012 10:00 Letingjagræja Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hundaeigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. Fréttablaðið/Vilhelm Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent