Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar 26. apríl 2012 10:00 Silfra Hin kristaltæra Silfra er feikidjúp og opnast út í Þingvallavatn austan Öxarár. Á mestu álagsstundum svamla kafarar þar hver um annan þveran.Fréttablaðið/Vilhelm „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira