SA kynnir áætlun um afnám hafta 27. apríl 2012 09:00 Vilhjálmur Egilsson Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. „Áætlunin snýst um að afnema gjaldeyrishöftin á tímanum fram til áramóta. Í henni felast aðgerðir sem eiga að leysa vandamálið sem til staðar er áður en höftin yrðu formlega afnumin um áramótin og gjaldeyrisviðskipti gefin frjáls," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Vilhjálmur segir áætlun stjórnvalda ekki vera að ganga upp og bætir við að áætlun SA sé ekki bara valkostur við hana heldur mun betri áætlun. „Sem stendur er alltof lítið að gerast annað en að frumvörp séu lögð fram um að herða höftin og refsingar við brotum við þeim. Það skortir ákveðni og trúverðugleika í þá áætlun sem unnið er eftir," segir Vilhjálmur. Í áætlun sinni leggur SA til að Alþingi samþykki lög um afnám haftanna sem taki gildi um næstu áramót. Lögin myndu fela í sér heimildir til kaupa innlendra aðila á aflandskrónum, útgáfu ríkisins á evruskuldabréfum í skiptum fyrir ríkistryggð skuldabréf í eigu erlendra aðila, heimildir banka til útgáfu evruskuldabréfa í skiptum fyrir innistæður í bönkum, útgönguskatt og mótvægisaðgerðir fyrir þá hópa sem kynnu að lenda í vanda vegna mögulegs falls krónunnar.- mþl Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir. „Áætlunin snýst um að afnema gjaldeyrishöftin á tímanum fram til áramóta. Í henni felast aðgerðir sem eiga að leysa vandamálið sem til staðar er áður en höftin yrðu formlega afnumin um áramótin og gjaldeyrisviðskipti gefin frjáls," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Vilhjálmur segir áætlun stjórnvalda ekki vera að ganga upp og bætir við að áætlun SA sé ekki bara valkostur við hana heldur mun betri áætlun. „Sem stendur er alltof lítið að gerast annað en að frumvörp séu lögð fram um að herða höftin og refsingar við brotum við þeim. Það skortir ákveðni og trúverðugleika í þá áætlun sem unnið er eftir," segir Vilhjálmur. Í áætlun sinni leggur SA til að Alþingi samþykki lög um afnám haftanna sem taki gildi um næstu áramót. Lögin myndu fela í sér heimildir til kaupa innlendra aðila á aflandskrónum, útgáfu ríkisins á evruskuldabréfum í skiptum fyrir ríkistryggð skuldabréf í eigu erlendra aðila, heimildir banka til útgáfu evruskuldabréfa í skiptum fyrir innistæður í bönkum, útgönguskatt og mótvægisaðgerðir fyrir þá hópa sem kynnu að lenda í vanda vegna mögulegs falls krónunnar.- mþl
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira