Undir meira álagi og ósáttari við laun 27. apríl 2012 07:30 Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent