Hættu að nauðga! Erla Hlynsdóttir skrifar 30. apríl 2012 08:00 Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Ef konur brjóta þessar reglur, þá getur þeim verið nauðgað. Sérstök bílastæði fyrir konur í nágrenni við innganga í bílastæðahúsum, síð pils og óáfengir drykkir kunna að vera viðbrögð við þessum vanda. Vandinn er hins vegar í raun annar: Að sumir karlmenn nauðga konum. Konur sem hefur verið nauðgað telja stundum að nauðgunin hafi verið þeim að kenna. Í áfalli þeirra rifja þær upp að þær voru auðvitað í of flegnum bol og að þær sýndu nauðgaranum blíðuhót, áður en þeim var nauðgað. Staðreyndin er nefnilega sú að í nauðgunarmálum er spurt um fatnað og hegðun þeirra nauðguðu. Nauðganir eru vandamál og af því leiðir að við nauðgunum þarf að finna lausnir. Í ákveðnum samfélögum hefur verið farin sú leið að láta konur klæðast búrkum. Þannig er freistingin minni fyrir nauðgara. Hér á Íslandi var reynd sú leið að gefa konum kost á að leggja bílunum sínum nálægt innganginum í bílastæðahúsum. Við þekkjum öll úr spennumyndunum þessi atriði þar sem konur, aleinar í bílastæðahúsum, heyra allt í einu fótatak að baki sér og á endanum ræðst allsendis ókunnugur maður á þær. Í raunveruleikanum eru það hins vegar sjaldnast ókunnugir sem nauðga konum. Oftast eru það „vinir" og kunningjar sem nauðga. Jafnvel eiginmenn eða sambýlismenn. Og við skulum ekki gleyma feðrum og frændum. Jújú, konum hefur verið nauðgað í bílastæðahúsum erlendis. Þeim hefur líka verið nauðgað í almenningsgörðum, á listasöfnum, í verslanamiðstöðvum. Konum er nauðgað í skólanum. Þeim er líka nauðgað þar sem þær telja sig vera öruggar. Þeim er nauðgað þegar þær eru í heimsókn hjá „vini" og þeim er nauðgað þegar þær eru heima hjá sér. Konum er nauðgað. Körlum er, því miður, líka nauðgað. Akkúrat núna snýst umræðan hins vegar um bílastæði fyrir konur til að verja þær gegn nauðgunum. Spurningin er hvort baráttunni gegn nauðgunum sé mögulega beint til rangra aðila, að það eigi ekki að segja konum hvernig þær eigi að haga sér eða hvar þær eigi að vera. Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að koma skilaboðum til þeirra sem bera hina raunverulegu ábyrgð. Nauðgarar: Hættið að nauðga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Ef konur brjóta þessar reglur, þá getur þeim verið nauðgað. Sérstök bílastæði fyrir konur í nágrenni við innganga í bílastæðahúsum, síð pils og óáfengir drykkir kunna að vera viðbrögð við þessum vanda. Vandinn er hins vegar í raun annar: Að sumir karlmenn nauðga konum. Konur sem hefur verið nauðgað telja stundum að nauðgunin hafi verið þeim að kenna. Í áfalli þeirra rifja þær upp að þær voru auðvitað í of flegnum bol og að þær sýndu nauðgaranum blíðuhót, áður en þeim var nauðgað. Staðreyndin er nefnilega sú að í nauðgunarmálum er spurt um fatnað og hegðun þeirra nauðguðu. Nauðganir eru vandamál og af því leiðir að við nauðgunum þarf að finna lausnir. Í ákveðnum samfélögum hefur verið farin sú leið að láta konur klæðast búrkum. Þannig er freistingin minni fyrir nauðgara. Hér á Íslandi var reynd sú leið að gefa konum kost á að leggja bílunum sínum nálægt innganginum í bílastæðahúsum. Við þekkjum öll úr spennumyndunum þessi atriði þar sem konur, aleinar í bílastæðahúsum, heyra allt í einu fótatak að baki sér og á endanum ræðst allsendis ókunnugur maður á þær. Í raunveruleikanum eru það hins vegar sjaldnast ókunnugir sem nauðga konum. Oftast eru það „vinir" og kunningjar sem nauðga. Jafnvel eiginmenn eða sambýlismenn. Og við skulum ekki gleyma feðrum og frændum. Jújú, konum hefur verið nauðgað í bílastæðahúsum erlendis. Þeim hefur líka verið nauðgað í almenningsgörðum, á listasöfnum, í verslanamiðstöðvum. Konum er nauðgað í skólanum. Þeim er líka nauðgað þar sem þær telja sig vera öruggar. Þeim er nauðgað þegar þær eru í heimsókn hjá „vini" og þeim er nauðgað þegar þær eru heima hjá sér. Konum er nauðgað. Körlum er, því miður, líka nauðgað. Akkúrat núna snýst umræðan hins vegar um bílastæði fyrir konur til að verja þær gegn nauðgunum. Spurningin er hvort baráttunni gegn nauðgunum sé mögulega beint til rangra aðila, að það eigi ekki að segja konum hvernig þær eigi að haga sér eða hvar þær eigi að vera. Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að koma skilaboðum til þeirra sem bera hina raunverulegu ábyrgð. Nauðgarar: Hættið að nauðga!
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun