Útlendingurinn mótstæðilegi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. apríl 2012 08:00 Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér? AðdráttarafliðÞað er nú það. Aðdráttaraflið sem Kaninn hafði á þessum árum fyrir íslenska þjóð. Kaninn táknaði hið forboðna og ljúfa, hann var lágkúran sjálf í allri sinni dýrð, hinn spennandi og taktfasti nútími þar sem vegir liggja til allra átta, hinn ómótstæðilegi sálnagleypir, og hver sem honum gengi á hönd væri þar með glötuð sál sem stungin væri svefnþorni efnishyggjunnar, hugsaði bara um bíla og ísskápa og tyggigúmí en gleymdi eddukvæðunum og þjóðsögunum, markaskránum, rímnaháttunum og fimm gangtegundum íslenska hestsins – öllu því sem amma kvað og huldan spann. Sveik. Kaninn táknaði peninga og velsæld – stæl – framfarir, hann var handhafi framtíðarinnar. Sóley Sólufegri situr við hafið á kóralskóm og elskhuginn blundar alla stund – þjóðin lét fallerast og æ síðan hefur sektarkenndin verið djúpt í þjóðarsálinni. Það er sektarkennd yfir því að hafa yfirgefið dalinn fagra og þorpið góða, iðju þarfa til sjós og lands og rétta notkun orðatiltækja en haldið suður á vit braskara, bílaprangs og rangra beyginga. Enginn ræður för. Þetta er íslenski blúsinn – 79 af Stöðinni fjallar um hann eins og fleiri bækur Indriða G. Þorsteinssonar. Þó að Kaninn sé baklægur í sögunni fer ekki milli mála að hann er sjálfur örlagavaldurinn. Þessi blús grasserar enn í menningu okkar og sögum en ein aðalpersónan er hins vegar búin að skrá sig út úr þessari sögu, sagði bless og var farin til mið-austurlanda að sinna erindum fyrir Ísraelsmenn og Halliburton. Og Íslendingar standa hálfhvumsa enn og finnst eins og sagan hafi ekki alveg verið búin – forsmáðir eftir að hafa fórnað svo miklu fyrir þetta samband. Klaus kemur í heimsóknÞetta rifjaðist allt upp í vikunni þegar birtar voru niðurstöður könnunar sem gerð var á viðhorfum Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu. Þar reyndust fimmtíu og fjögur prósent svarenda andvíg aðild. Að vísu eru ekki öll kurl komin til grafar – þjóðin á eftir að sjá samning og viðhorf kunna að breytast þá, sem er auðvitað skýringin á því hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins berjast um á hæl og hnakka að hindra að slíkur samningur verði kláraður, eða reyna þá að minnsta kosti – þeir sem eru í ríkisstjórn – að sjá til þess að hann verði sem allra óhagstæðastur fyrir Ísland. Þetta snýst vissulega um lífskjör – um vöruverð og vöruúrval, gjaldmiðil, rekstrarskilyrði – og líka yfirráð og vald (íslenska valdastéttin er óvenju einbeitt í að halda öllum yfirráðum sínum). Þetta snýst um aðgang að mörkuðum, viðskipti og þar fram eftir götunum – en er ekki eitthvað fleira sem hér kemur til og mótar viðhorf Íslendinga til aðildar? Eitthvað svolítið óljóst? Eitthvað huglægt? Eitthvert rótgróið viðhorf Íslendinga til Evrópu… Ef við prófum sögu eins og 79 af Stöðinni í nútímanum og reynum að kippa Kananum út úr frásögninni og setja í staðinn fulltrúa Evrópusambandsins, hvað gerist þá? Hann gæti heitið Klaus og verið frá Wiesbaden í Þýskalandi eða Jacques og verið frá Belgíu; Jukka Pekka frá Finnlandi, Howard frá Sheffield… Ég veit það ekki hvernig sem við reynum og hvern sem við setjum þarna inn í þennan frásagnarlið þá gengur þetta ekki upp. Gógó fellur ekki fyrir neinum þeirra. Maður sér hana ekki fyrir sér að laumast til að taka á móti einhverjum Evrópu-lúða vegna þess að allt sem hann stendur fyrir sé svo ómótstæðilegt. Hvað nákvæmlega? Evrovision-keppnin? Aðgangur að fiskmörkuðum? Makríldeilan? Voruð þið búin að læra heima?Evrópusambandið er ekki sexí. Það er útlendingurinn mótstæðilegi. Tengsl við það jafngilda ekki fyrirheitum um forboðnar ástir við hættulegan og heillandi mótspilara heldur er það meira eins og að lenda hjá umhyggjusamri frænku sem lítur inn til okkar og spyr: áttirðu ekki eftir að læra heima og ertu ekki búin að vera svolítið lengi í tölvunni? Það minnir okkur á að við eigum eftir að innleiða reglugerð númer átján samkvæmt tilskipun um innleiðingaraðlögunarréttindi sáttmála eittþúsund. Það áminnir okkur. Það er sífellt með nefið ofan í dótinu okkar, tilætlunarsamt og velviljað. Og fullorðin. Evrópusambandið er fullorðins. Það er bandalag sjálfstæðra ríkja sem ákveðið hafa að koma sér saman um hlutina í stað þess að þjösnast áfram og grípa sitt hvert og eitt. Þar búa þjóðir sem hafa sams konar sjálfsmynd og fullorðið fólk sem binst samtökum um tiltekna hluti og myndar þannig samfélag. Íslendingar hugsa enn eins og gömul nýlenduþjóð, kenjóttur krakki, fullur mótþróa og sjálfstæðislöngunar en líka þarfar fyrir að láta sjá um sig og fyrir sér. Öldum saman var landið dönsk nýlenda og eftir tuttugu og fimm ára fullveldistíð með konungssambandi við Danmörku var stofnað lýðveldi í skjóli Bandaríkjamanna sem voru þessu lýðveldi bakhjarl allar götur fram yfir síðustu aldamót. Kaninn fór árið 2006. Hrunið varð árið 2008. Árið á milli var 2007. Eina árið í Íslandssögunni sem er orðið hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér? AðdráttarafliðÞað er nú það. Aðdráttaraflið sem Kaninn hafði á þessum árum fyrir íslenska þjóð. Kaninn táknaði hið forboðna og ljúfa, hann var lágkúran sjálf í allri sinni dýrð, hinn spennandi og taktfasti nútími þar sem vegir liggja til allra átta, hinn ómótstæðilegi sálnagleypir, og hver sem honum gengi á hönd væri þar með glötuð sál sem stungin væri svefnþorni efnishyggjunnar, hugsaði bara um bíla og ísskápa og tyggigúmí en gleymdi eddukvæðunum og þjóðsögunum, markaskránum, rímnaháttunum og fimm gangtegundum íslenska hestsins – öllu því sem amma kvað og huldan spann. Sveik. Kaninn táknaði peninga og velsæld – stæl – framfarir, hann var handhafi framtíðarinnar. Sóley Sólufegri situr við hafið á kóralskóm og elskhuginn blundar alla stund – þjóðin lét fallerast og æ síðan hefur sektarkenndin verið djúpt í þjóðarsálinni. Það er sektarkennd yfir því að hafa yfirgefið dalinn fagra og þorpið góða, iðju þarfa til sjós og lands og rétta notkun orðatiltækja en haldið suður á vit braskara, bílaprangs og rangra beyginga. Enginn ræður för. Þetta er íslenski blúsinn – 79 af Stöðinni fjallar um hann eins og fleiri bækur Indriða G. Þorsteinssonar. Þó að Kaninn sé baklægur í sögunni fer ekki milli mála að hann er sjálfur örlagavaldurinn. Þessi blús grasserar enn í menningu okkar og sögum en ein aðalpersónan er hins vegar búin að skrá sig út úr þessari sögu, sagði bless og var farin til mið-austurlanda að sinna erindum fyrir Ísraelsmenn og Halliburton. Og Íslendingar standa hálfhvumsa enn og finnst eins og sagan hafi ekki alveg verið búin – forsmáðir eftir að hafa fórnað svo miklu fyrir þetta samband. Klaus kemur í heimsóknÞetta rifjaðist allt upp í vikunni þegar birtar voru niðurstöður könnunar sem gerð var á viðhorfum Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu. Þar reyndust fimmtíu og fjögur prósent svarenda andvíg aðild. Að vísu eru ekki öll kurl komin til grafar – þjóðin á eftir að sjá samning og viðhorf kunna að breytast þá, sem er auðvitað skýringin á því hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins berjast um á hæl og hnakka að hindra að slíkur samningur verði kláraður, eða reyna þá að minnsta kosti – þeir sem eru í ríkisstjórn – að sjá til þess að hann verði sem allra óhagstæðastur fyrir Ísland. Þetta snýst vissulega um lífskjör – um vöruverð og vöruúrval, gjaldmiðil, rekstrarskilyrði – og líka yfirráð og vald (íslenska valdastéttin er óvenju einbeitt í að halda öllum yfirráðum sínum). Þetta snýst um aðgang að mörkuðum, viðskipti og þar fram eftir götunum – en er ekki eitthvað fleira sem hér kemur til og mótar viðhorf Íslendinga til aðildar? Eitthvað svolítið óljóst? Eitthvað huglægt? Eitthvert rótgróið viðhorf Íslendinga til Evrópu… Ef við prófum sögu eins og 79 af Stöðinni í nútímanum og reynum að kippa Kananum út úr frásögninni og setja í staðinn fulltrúa Evrópusambandsins, hvað gerist þá? Hann gæti heitið Klaus og verið frá Wiesbaden í Þýskalandi eða Jacques og verið frá Belgíu; Jukka Pekka frá Finnlandi, Howard frá Sheffield… Ég veit það ekki hvernig sem við reynum og hvern sem við setjum þarna inn í þennan frásagnarlið þá gengur þetta ekki upp. Gógó fellur ekki fyrir neinum þeirra. Maður sér hana ekki fyrir sér að laumast til að taka á móti einhverjum Evrópu-lúða vegna þess að allt sem hann stendur fyrir sé svo ómótstæðilegt. Hvað nákvæmlega? Evrovision-keppnin? Aðgangur að fiskmörkuðum? Makríldeilan? Voruð þið búin að læra heima?Evrópusambandið er ekki sexí. Það er útlendingurinn mótstæðilegi. Tengsl við það jafngilda ekki fyrirheitum um forboðnar ástir við hættulegan og heillandi mótspilara heldur er það meira eins og að lenda hjá umhyggjusamri frænku sem lítur inn til okkar og spyr: áttirðu ekki eftir að læra heima og ertu ekki búin að vera svolítið lengi í tölvunni? Það minnir okkur á að við eigum eftir að innleiða reglugerð númer átján samkvæmt tilskipun um innleiðingaraðlögunarréttindi sáttmála eittþúsund. Það áminnir okkur. Það er sífellt með nefið ofan í dótinu okkar, tilætlunarsamt og velviljað. Og fullorðin. Evrópusambandið er fullorðins. Það er bandalag sjálfstæðra ríkja sem ákveðið hafa að koma sér saman um hlutina í stað þess að þjösnast áfram og grípa sitt hvert og eitt. Þar búa þjóðir sem hafa sams konar sjálfsmynd og fullorðið fólk sem binst samtökum um tiltekna hluti og myndar þannig samfélag. Íslendingar hugsa enn eins og gömul nýlenduþjóð, kenjóttur krakki, fullur mótþróa og sjálfstæðislöngunar en líka þarfar fyrir að láta sjá um sig og fyrir sér. Öldum saman var landið dönsk nýlenda og eftir tuttugu og fimm ára fullveldistíð með konungssambandi við Danmörku var stofnað lýðveldi í skjóli Bandaríkjamanna sem voru þessu lýðveldi bakhjarl allar götur fram yfir síðustu aldamót. Kaninn fór árið 2006. Hrunið varð árið 2008. Árið á milli var 2007. Eina árið í Íslandssögunni sem er orðið hugtak.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun