Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál 5. maí 2012 13:00 Guðríður Arnardóttir og Rannveig H. Ásgeirsdóttir Fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira