Frumvarp um kvóta ekki matshæft 5. maí 2012 08:00 strandveiðar Óháðir sérfræðingar á vegum atvinnuveganefndar Alþingis finna ýmsa ágalla á frumvörpum um fiskveiðistjórnun. Þeir segja meðal annars mikilvægt að strandveiðar greiði almennt veiðigjald til að auðlindarentu af þeim sé ekki sóað. fréttablaðið/stefán Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. Alvarleg villa er í frumvarpi um veiðigjald og því tilgangslaust að meta það í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða þeirra Daða Más Kristóferssonar, dósents við HÍ, og Stefáns B. Gunnlaugssonar, lektors við HA, en atvinnuveganefnd Alþingis fól þeim að skrifa umsögn um frumvarpið, sem og annað um fiskveiðistjórnun. Fræðimennirnir eru mjög gagnrýnir á efni frumvarpsins. Alvarlegasta ágalla þess segja þeir hafa með uppfærslu gagna að gera. Álagning veiðigjalds byggi á tæplega tveggja ára gömlum rekstrargögnum og hefði aðferðinni verið beitt hefði það skipulega ofmetið rentu, svo nemur tugum prósenta. „Sem dæmi hefði sérstakt veiðigjald verið 140% af metinni auðlindarentu ef aðferð frumvarpsins um uppfærslu gagna hefði verið beitt á tímabilinu 2006 til 2010. Augljóst er að ekki verður búið við svo umfangsmikla skekkju," segir í skýrslunni. Tvísköttun á vinnsluHöfundar telja að EBITDA, eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki um 24,4% á fyrsta ári, en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að renta vinnslu sé metin með rentu veiða, en Daði og Stefán segja að það þýði tvísköttun á þeim umframhagnaði sem önnur vinnsla uppsjávarfisks en bræðsla skapar. Umfang tvísköttunar geti hlaupið á hundruðum milljarða á ári. Þá segja þeir vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf veiða og vinnslu vera í frumvarpinu. Það leiði til ranglega metinnar auðlindarentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Þar að auki segja þeir skatthlutfall sérstaks veiðigjalds verða að teljast mjög hátt. „Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frumvarpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir." Of mikil aðkoma ráðherraFrumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið innkalli 3% þeirra veiðiheimilda sem seldar eru. Skýrsluhöfundar segja að þetta geti dregið úr umfangi ábatasamra viðskipta, hægt á eðlilegri hagræðingu og skapað hvata til að leita hjáleiða fram hjá greiðslu gjaldsins. Daði Már og Stefán segja að hugmynd frumvarpsins um leiguhluta sé allrar athygli verð. Alvarlegur ágalli á útfærslunni sé hins vegar hve mikil aðkoma ráðherra sé, með reglusetningu um skilyrði fyrir kaupunum. Ofmat á þorskígildiFrumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að veiðigjald sé lagt flatt á sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breytileikinn felist í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar. „Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisktegunda. Ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim." Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir ljóst að þorskígildisstuðlar séu ekki gallalaus eining, þó þeir séu mikið notaðir sem grunnur í kerfinu. „Gallinn við þá er að þó þeir endurspegli sæmilega heildarverðmætin sem hver tegund gefur af sér, þá endurspegla þeir ekki kostnaðinn við að ná þeim verðmætum. Sóknarkostnaðurinn er hlutfallslega meiri í sumum greinum en öðrum, til dæmis kostar meiri olíu að sækja kolmunna en grálúðu þó þorskígildisstuðlarnir endurspegli það ekki." Steingrímur segist líta á það sem viðfangsefni að betrumbæta aðferðafræðina og skoða hana ofan í kjölinn. Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Sérfræðingar á vegum þingnefndar segja frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald ekki matshæft. Ófært sé að meta áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja út frá því. Frumvarpið feli í sér tvísköttun. Alvarleg villa er í frumvarpi um veiðigjald og því tilgangslaust að meta það í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða þeirra Daða Más Kristóferssonar, dósents við HÍ, og Stefáns B. Gunnlaugssonar, lektors við HA, en atvinnuveganefnd Alþingis fól þeim að skrifa umsögn um frumvarpið, sem og annað um fiskveiðistjórnun. Fræðimennirnir eru mjög gagnrýnir á efni frumvarpsins. Alvarlegasta ágalla þess segja þeir hafa með uppfærslu gagna að gera. Álagning veiðigjalds byggi á tæplega tveggja ára gömlum rekstrargögnum og hefði aðferðinni verið beitt hefði það skipulega ofmetið rentu, svo nemur tugum prósenta. „Sem dæmi hefði sérstakt veiðigjald verið 140% af metinni auðlindarentu ef aðferð frumvarpsins um uppfærslu gagna hefði verið beitt á tímabilinu 2006 til 2010. Augljóst er að ekki verður búið við svo umfangsmikla skekkju," segir í skýrslunni. Tvísköttun á vinnsluHöfundar telja að EBITDA, eða hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki um 24,4% á fyrsta ári, en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að renta vinnslu sé metin með rentu veiða, en Daði og Stefán segja að það þýði tvísköttun á þeim umframhagnaði sem önnur vinnsla uppsjávarfisks en bræðsla skapar. Umfang tvísköttunar geti hlaupið á hundruðum milljarða á ári. Þá segja þeir vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf veiða og vinnslu vera í frumvarpinu. Það leiði til ranglega metinnar auðlindarentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Þar að auki segja þeir skatthlutfall sérstaks veiðigjalds verða að teljast mjög hátt. „Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er niðurstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frumvarpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir." Of mikil aðkoma ráðherraFrumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið innkalli 3% þeirra veiðiheimilda sem seldar eru. Skýrsluhöfundar segja að þetta geti dregið úr umfangi ábatasamra viðskipta, hægt á eðlilegri hagræðingu og skapað hvata til að leita hjáleiða fram hjá greiðslu gjaldsins. Daði Már og Stefán segja að hugmynd frumvarpsins um leiguhluta sé allrar athygli verð. Alvarlegur ágalli á útfærslunni sé hins vegar hve mikil aðkoma ráðherra sé, með reglusetningu um skilyrði fyrir kaupunum. Ofmat á þorskígildiFrumvarp sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir því að veiðigjald sé lagt flatt á sem föst krónutala á þorskígildiskíló. Eini breytileikinn felist í mismunandi mati á sérstöku veiðigjaldi fyrir botnfiskveiðar og uppsjávarveiðar. „Gagnrýna verður þá ofurtrú á þorskígildisstuðla sem sjá má í frumvarpinu. Þorskígildisstuðlar mæla hlutfallslegt verð ólíkra fisktegunda. Ósannað er að þeir séu skynsamlegur mælikvarði á ábata af veiðum eða kostnað við að stýra þeim." Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir ljóst að þorskígildisstuðlar séu ekki gallalaus eining, þó þeir séu mikið notaðir sem grunnur í kerfinu. „Gallinn við þá er að þó þeir endurspegli sæmilega heildarverðmætin sem hver tegund gefur af sér, þá endurspegla þeir ekki kostnaðinn við að ná þeim verðmætum. Sóknarkostnaðurinn er hlutfallslega meiri í sumum greinum en öðrum, til dæmis kostar meiri olíu að sækja kolmunna en grálúðu þó þorskígildisstuðlarnir endurspegli það ekki." Steingrímur segist líta á það sem viðfangsefni að betrumbæta aðferðafræðina og skoða hana ofan í kjölinn.
Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira