Bölvun hlýrabolsins Atli Fannar Bjarkason skrifar 5. maí 2012 06:00 Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir. Sumarstuttbuxurnar, eða stullurnar eins og ég kalla þær, eru komnar af hillunni. Þar hafa þær hvílt síðustu átta mánuði og ég er byrjaður að horfa í kringum mig í leit að sumarlegum bolum og skyrtum. Úr vöndu er að ráða og tískumeðvitaðar samstarfsstúlkur fá því lítinn frið fyrir ágengum spurningum mínum í sambandi við litaval, boð og bönn í sokkavali, sólgleraugu og hvort maður með jafn lágt enni og ég geti nokkurn tíma orðið hattamaður. Ein flík hefur valdið mér meira hugarangri en aðrar, enda virðast fyrrnefndar samstarfsstúlkur á öndverðum meiði í viðhorfi til notkunar hennar á vinnustaðnum. Þá hafa engar reglur verið skráðar um flíkina, sem er afar furðulegt — sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að endurskoða sjálfa stjórnarskrána. Ég er að sjálfsögðu að tala um hlýrabolinn. Hlýrabolurinn ver minna hold en aðrir bolir og er því lítið notaður á veturna. Þegar sólin byrjar að skína vill fólk hins vegar forðast bóndabrúnku og smeygir sér jafnan í hlýrabolinn undir aðra flík, sem hægt er að vippa sér úr til að ná svokölluðu kaffitímatani. Það er betra en annað tan vegna þess að það er eina tanið sem skrifstofufólk fær greitt fyrir að safna. Samfélagið samþykkir hlýrabolinn utandyra, en á skrifstofunni ku hann vera stranglega bannaður, nema mögulega á kraumandi heitum skrifstofum Tenerife. Berir handleggir geta valdið miklu óþægindum hjá siðprúðu samstarfsfólki ásamt því að uppnám getur skapast þegar líkamslykt fær óhindraðan aðgang að vinnuumhverfinu. Jaðarkimar samfélagsins virðast þó telja að hlýrabolir séu í góðu lagi í opnu skrifstofurými og tala jafnvel fyrir því að fólk sé berfætt í svokölluðum flipp flopps. Þessar hugmyndir þarf að kæfa við fæðingu. Undir engum kringumstæðum ætti fólk að vera berfætt í innivinnu. Allar falla þessar vangaveltur undir bölvun hlýrabolsins, sem hefur heltekið huga minn síðustu viku, á meðan ég safna bóndabrúnku í léttsteikjandi maísólinni. Fjandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir. Sumarstuttbuxurnar, eða stullurnar eins og ég kalla þær, eru komnar af hillunni. Þar hafa þær hvílt síðustu átta mánuði og ég er byrjaður að horfa í kringum mig í leit að sumarlegum bolum og skyrtum. Úr vöndu er að ráða og tískumeðvitaðar samstarfsstúlkur fá því lítinn frið fyrir ágengum spurningum mínum í sambandi við litaval, boð og bönn í sokkavali, sólgleraugu og hvort maður með jafn lágt enni og ég geti nokkurn tíma orðið hattamaður. Ein flík hefur valdið mér meira hugarangri en aðrar, enda virðast fyrrnefndar samstarfsstúlkur á öndverðum meiði í viðhorfi til notkunar hennar á vinnustaðnum. Þá hafa engar reglur verið skráðar um flíkina, sem er afar furðulegt — sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að endurskoða sjálfa stjórnarskrána. Ég er að sjálfsögðu að tala um hlýrabolinn. Hlýrabolurinn ver minna hold en aðrir bolir og er því lítið notaður á veturna. Þegar sólin byrjar að skína vill fólk hins vegar forðast bóndabrúnku og smeygir sér jafnan í hlýrabolinn undir aðra flík, sem hægt er að vippa sér úr til að ná svokölluðu kaffitímatani. Það er betra en annað tan vegna þess að það er eina tanið sem skrifstofufólk fær greitt fyrir að safna. Samfélagið samþykkir hlýrabolinn utandyra, en á skrifstofunni ku hann vera stranglega bannaður, nema mögulega á kraumandi heitum skrifstofum Tenerife. Berir handleggir geta valdið miklu óþægindum hjá siðprúðu samstarfsfólki ásamt því að uppnám getur skapast þegar líkamslykt fær óhindraðan aðgang að vinnuumhverfinu. Jaðarkimar samfélagsins virðast þó telja að hlýrabolir séu í góðu lagi í opnu skrifstofurými og tala jafnvel fyrir því að fólk sé berfætt í svokölluðum flipp flopps. Þessar hugmyndir þarf að kæfa við fæðingu. Undir engum kringumstæðum ætti fólk að vera berfætt í innivinnu. Allar falla þessar vangaveltur undir bölvun hlýrabolsins, sem hefur heltekið huga minn síðustu viku, á meðan ég safna bóndabrúnku í léttsteikjandi maísólinni. Fjandinn.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun