Hið vanmetna Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 11. maí 2012 11:00 Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Enn er rúmt ár til þingkosninga, það er að segja ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið. Allt bendir til að svo verði enda hefur hún ekki sýnt á sér fararsnið og á, eins og kunnugt er, fleiri líf en kötturinn. Það mætti samt ætla, og hefur mátt svo að segja daglega frá sumrinu 2009, að kosningarnar verði á morgun. Slík er kappsemin. Stjórnmálamennirnir láta eins og að í dag sé þeirra síðasta tækifæri til að láta ljós sitt skína. Á morgun sé of seint. Hér hefur sem sagt staðið ein samfelld kosningabarátta frá því fljótlega eftir síðustu kosningar. Vanalega hefur slík barátta tekið um þrjá mánuði og finnst mörgum nóg um. Þrjár vikur væri líklega hæfilegt. En næstum fjögur ár! Þetta er náttúrulega ekki gæfulegt. Kappsemi er mikilvæg við tilteknar aðstæður en landsstjórnin og löggjafarsamkoman eru ekki þær aðstæður. Þar þarf annars konar eiginleika til að ná árangri. Ígrundun, yfirvegun, samstarf. Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem hætti á þingi síðastliðið haust eftir tólf ára setu og fór að læra siðfræði í Háskólanum, sagði eitt sinn í þingumræðum að það að hugsa væri vanmetin iðja. Út af þeim orðum má leggja og segja sem svo að stjórnmálamenn almennt telji hugsun ofmetna. Í það minnsta virðist margt sem þeir segja og gera vera án mikillar hugsunar. Þessi tegund vinnubragða verður ekki til úr engu. Kjörnir fulltrúar eru undir miklum þrýstingi frá fólki úti í bæ sem bloggar eða skrifar í blöð eða sendir þeim tölvupóst eða talar við þá á fundum eða á förnum vegi. Í samfélaginu eru mjög margir hundóánægðir og öll óánægjan, sama af hverju hún er sprottin, beinist á endanum að Alþingi. Þingmennirnir meðtaka þetta og rjúka upp til handa og fóta enda eru hinir óánægðu atkvæði. Ekki má gera lítið úr óánægju fólks en það má krefjast þess að stjórnmálamenn mæti henni af sæmilegri yfirvegun. Meiri hugsun, minni kappsemi takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli. Enn er rúmt ár til þingkosninga, það er að segja ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið. Allt bendir til að svo verði enda hefur hún ekki sýnt á sér fararsnið og á, eins og kunnugt er, fleiri líf en kötturinn. Það mætti samt ætla, og hefur mátt svo að segja daglega frá sumrinu 2009, að kosningarnar verði á morgun. Slík er kappsemin. Stjórnmálamennirnir láta eins og að í dag sé þeirra síðasta tækifæri til að láta ljós sitt skína. Á morgun sé of seint. Hér hefur sem sagt staðið ein samfelld kosningabarátta frá því fljótlega eftir síðustu kosningar. Vanalega hefur slík barátta tekið um þrjá mánuði og finnst mörgum nóg um. Þrjár vikur væri líklega hæfilegt. En næstum fjögur ár! Þetta er náttúrulega ekki gæfulegt. Kappsemi er mikilvæg við tilteknar aðstæður en landsstjórnin og löggjafarsamkoman eru ekki þær aðstæður. Þar þarf annars konar eiginleika til að ná árangri. Ígrundun, yfirvegun, samstarf. Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem hætti á þingi síðastliðið haust eftir tólf ára setu og fór að læra siðfræði í Háskólanum, sagði eitt sinn í þingumræðum að það að hugsa væri vanmetin iðja. Út af þeim orðum má leggja og segja sem svo að stjórnmálamenn almennt telji hugsun ofmetna. Í það minnsta virðist margt sem þeir segja og gera vera án mikillar hugsunar. Þessi tegund vinnubragða verður ekki til úr engu. Kjörnir fulltrúar eru undir miklum þrýstingi frá fólki úti í bæ sem bloggar eða skrifar í blöð eða sendir þeim tölvupóst eða talar við þá á fundum eða á förnum vegi. Í samfélaginu eru mjög margir hundóánægðir og öll óánægjan, sama af hverju hún er sprottin, beinist á endanum að Alþingi. Þingmennirnir meðtaka þetta og rjúka upp til handa og fóta enda eru hinir óánægðu atkvæði. Ekki má gera lítið úr óánægju fólks en það má krefjast þess að stjórnmálamenn mæti henni af sæmilegri yfirvegun. Meiri hugsun, minni kappsemi takk.