Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings 15. maí 2012 05:00 Samstarf Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum.Fréttablaðið/Vilhelm Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira