180 kindum fargað vegna vanfóðrunar 16. maí 2012 08:00 fé vanrækt Verstu málin hafa komið upp hjá sauðfjárbændum sem eiga sjálfir um sárt að binda. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá
Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira