Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun 16. maí 2012 14:00 Fyrirtækin tregari Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að fyrirtæki eru tregari til að verja fé í netöryggi, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte.Fréttablaðið/Stefán Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira