Lét gamlan draum rætast 18. maí 2012 12:30 Aldís Snorradóttir lét gamlan draum rætast og skipti um starfsvettvang. Hún opnar Gallerí Þoku á Laugavegi 25 á laugardag. fréttablaðið/stefán Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira