Löngun í laumi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Mig er búið að langa lengi en hef haldið aftur af mér. Fylgdist bara í laumi með fréttum af múgæsing og mannmergð. Þetta var víst alveg svakalegt. Einhverjir höfðu mætt kvöldið áður og gist. Voru með heitt á brúsa og samloku í boxi og höfðu það fínt, ætluðu ekki að missa af neinu. Og gerðu það ekki. Það var víst hleypt inn í hollum og þeir hljóta að hafa komist fyrst inn. Þessu var lýst eins og rokktónleikum, útihátíð af bestu gerð. Eða verstu. Fyrsta daginn heyrði maður alls konar sögur. Einhver hafði náð þremur, eða var það fimm á hjólatrilluna, áður en staflinn hafði klárast. Annar hafði náð að innrétta heilt einbýlishús fyrir sama verð og hann hefði getað innréttað litla skonsu fyrir annars staðar. Svona voru sögurnar. Allir höfðu heyrt eitthvað en enginn hafði samt verið þarna í eigin persónu. Viðurkenndi það allavega ekki. „Ert þú búinn að fara?" var spurt glaðhlakkalega við kaffivélina og allir vissu samstundis við hvað var átt. Svarið var hlátursroka og ..„Ég? Nei, en bróðir mágs míns fór og hann…" Á Facebook átti fólk ekki orð yfir plebbaskapinn, hvað það væri hallærislegt að rjúka svona til og tæma úr hillunum, þó það væru rúnstykki í boði. Ég tók þátt í því: „Bara Lindex aftur. ha ha!" En svo kom annað hljóð í strokkinn. Á öðrum degi fór fólk að tala um það á Facebook að reyndar vantaði það ákveðna tegund blómapotta. „Þeir fást víst bara þarna þannig að…" Fólk fór að segjast þurfa að sjá „herlegheitin" með eigin augum. Við kaffivélina urðu menn öruggari með sig og viðurkenndu að vera jú búnir að fara. Sumir tvisvar. Ég ætla að fara eftir vinnu í dag, færi í hádeginu ef þetta væri ekki svona langt. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kaupa, hlakka bara rosalega til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Öldurnar er að lægja. Ég heyri minna og minna talað um þetta, varla eitt orð núna upp á síðkastið. Mér hlýtur að vera óhætt. Ég er ekki viss um að ég þurfi einu sinni að gera mér upp erindi, get bara skroppið ef mér sýnist. Þarf ekkert að kaupa neitt, þarf ekki að bráðvanta neitt. Svona skreppiferð er orðin samfélagslega ásættanleg. Ágætt hvað Íslendingar eru alltaf fljótir að gleyma. Mig er búið að langa lengi en hef haldið aftur af mér. Fylgdist bara í laumi með fréttum af múgæsing og mannmergð. Þetta var víst alveg svakalegt. Einhverjir höfðu mætt kvöldið áður og gist. Voru með heitt á brúsa og samloku í boxi og höfðu það fínt, ætluðu ekki að missa af neinu. Og gerðu það ekki. Það var víst hleypt inn í hollum og þeir hljóta að hafa komist fyrst inn. Þessu var lýst eins og rokktónleikum, útihátíð af bestu gerð. Eða verstu. Fyrsta daginn heyrði maður alls konar sögur. Einhver hafði náð þremur, eða var það fimm á hjólatrilluna, áður en staflinn hafði klárast. Annar hafði náð að innrétta heilt einbýlishús fyrir sama verð og hann hefði getað innréttað litla skonsu fyrir annars staðar. Svona voru sögurnar. Allir höfðu heyrt eitthvað en enginn hafði samt verið þarna í eigin persónu. Viðurkenndi það allavega ekki. „Ert þú búinn að fara?" var spurt glaðhlakkalega við kaffivélina og allir vissu samstundis við hvað var átt. Svarið var hlátursroka og ..„Ég? Nei, en bróðir mágs míns fór og hann…" Á Facebook átti fólk ekki orð yfir plebbaskapinn, hvað það væri hallærislegt að rjúka svona til og tæma úr hillunum, þó það væru rúnstykki í boði. Ég tók þátt í því: „Bara Lindex aftur. ha ha!" En svo kom annað hljóð í strokkinn. Á öðrum degi fór fólk að tala um það á Facebook að reyndar vantaði það ákveðna tegund blómapotta. „Þeir fást víst bara þarna þannig að…" Fólk fór að segjast þurfa að sjá „herlegheitin" með eigin augum. Við kaffivélina urðu menn öruggari með sig og viðurkenndu að vera jú búnir að fara. Sumir tvisvar. Ég ætla að fara eftir vinnu í dag, færi í hádeginu ef þetta væri ekki svona langt. Ég veit ekkert hvað ég ætla að kaupa, hlakka bara rosalega til.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun