Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf 19. maí 2012 05:00 Kynning Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira