Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf 19. maí 2012 05:00 Kynning Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sérstöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hagkerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang," sagði Jóhanna á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina," sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undanfarið mun þá breytast að meira marki í sókn." Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sérstakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiðigjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær forsendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 milljarða hlutur ríkisins í Landsbankanum. Ríkið mun fá auknar skatttekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórnvalda. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira