Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Guðrún Brá verður væntanlega öflug á mótum sumarsins.fréttablaðið/gva „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
„Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira