Menning

Leikhúss listamanna heldur sumargjörningakvöld

Leikhús listamanna hefur verið starfandi síðan 2004.
Leikhús listamanna hefur verið starfandi síðan 2004. Mynd/Ingvar Högni Ragnarsson
Leikhús listamanna heldur sumargjörningakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, þriðjudaginn 5. júní, klukkan 21. Gestalistamaður kvöldsins er hinn tékkneski Jan Fiurasek, sem er daufbumbur.

Aðrir listamenn sem koma fram eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Kjartansson, Jón Þór Finnbogason, Ragnar Ísleifur Bragason og Ástrós Elísdóttir. Þá verður einnig sýnt atriði eftir Snorra Ásmundsson sem er staddur erlendis, en aðrir listamenn sýna eftir leiðbeiningum Snorra fyrir hans hönd. Kynnir er Ármann Reynisson, vinjettuhöfundur og listunnandi.

Leikhús listamanna var stofnað í Klink og Bank árið 2004 af þeim Snorra, Ásdísi, Ragnari Kjartanssyni, Ingibjörgu og fleira listafólki úr hinum ýmsu áttum sem sviðsettu verk sín, rétt eins og nú. Síðan hafa fleiri bæst í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×