Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland 12. júní 2012 07:00 Innbrotafaraldur í hesthús Lögreglunni á Selfossi hafa borist fjölmargar tilkynningar um innbrot í hesthús að undanförnu þar sem dýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum er stolið. Fréttablaðið/Rósa Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira