Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði 14. júní 2012 06:30 norræn samvinna Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlandaráðs árið 2010. Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira