Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu 14. júní 2012 06:00 þýfi Skartgripir eru meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. Fréttablaðið/gva Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira