Tölum hreint út um spillingu og þöggun 15. júní 2012 06:30 Herdís Þorgeirsdóttir Forsetaframbjóðandinn heimsótti CCP á dögunum og ræddi um framboðið við starfsfólk fyrirtækisins. fréttablaðið/gva Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira