Myndirnar á Time Square 21. júní 2012 15:00 Ein myndanna eftir Björn Árnason sem sýndar voru á Time Square í New York á mánudag. Mynd/Björn Árnason „Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með," útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag. Að sýningunni stóðu samtökin Artists Wanted sem vinna að því að koma á samböndum milli listamanna og alþjóðlegra áhorfenda. Mikill fjöldi listamanna sendu inn verk og voru nokkur þúsund valin til sýningar að lokinni vinsældakosningu. Myndunum var síðan varpað á fjölda skjáa sem búið var að koma fyrir á hinum fræga Time torgi í miðborg New York. Inntur eftir því hvort hann telji þátttöku hans í sýningunni muni skila honum frægð og frama segist Björn óviss um það. „Ég veit ekki hvort sýningin sjálf muni gera nokkuð fyrir mig, það er frekar að fólkið sem skoðaði myndirnar á Netinu og gaf mér atkvæði sitt muni skila mér einhverju. Mig langar að halda áfram að reyna að byggja upp sambönd og vekja athygli á verkum mínum úti," segir Björn sem lauk námi við Ljósmyndaskólann í vor. Hann hefur stundað ljósmyndun undanfarin sjö ár og hyggst gefa út sína fyrstu ljósmyndabók á næstu misserum.Björn Árnason.„Lokaverkefni mitt frá Ljósmyndaskólanum var að mynda Reykjanesið og ég ætla að halda áfram með það núna og stefni svo á að gefa út bók með verkunum," segir hann að lokum. Áhugasömum er bent á heimasíðu Björns bjornarnason.com. -sm Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með," útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag. Að sýningunni stóðu samtökin Artists Wanted sem vinna að því að koma á samböndum milli listamanna og alþjóðlegra áhorfenda. Mikill fjöldi listamanna sendu inn verk og voru nokkur þúsund valin til sýningar að lokinni vinsældakosningu. Myndunum var síðan varpað á fjölda skjáa sem búið var að koma fyrir á hinum fræga Time torgi í miðborg New York. Inntur eftir því hvort hann telji þátttöku hans í sýningunni muni skila honum frægð og frama segist Björn óviss um það. „Ég veit ekki hvort sýningin sjálf muni gera nokkuð fyrir mig, það er frekar að fólkið sem skoðaði myndirnar á Netinu og gaf mér atkvæði sitt muni skila mér einhverju. Mig langar að halda áfram að reyna að byggja upp sambönd og vekja athygli á verkum mínum úti," segir Björn sem lauk námi við Ljósmyndaskólann í vor. Hann hefur stundað ljósmyndun undanfarin sjö ár og hyggst gefa út sína fyrstu ljósmyndabók á næstu misserum.Björn Árnason.„Lokaverkefni mitt frá Ljósmyndaskólanum var að mynda Reykjanesið og ég ætla að halda áfram með það núna og stefni svo á að gefa út bók með verkunum," segir hann að lokum. Áhugasömum er bent á heimasíðu Björns bjornarnason.com. -sm
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira