Nýtískuleg og traust 27. júní 2012 13:00 Hjörtur Emilsson við módel af fiskiskipinu SERENE LK 297. Navis tók þátt í hönnun skipsins sem var smíðað árið 2009 fyrir útgerð á Hjaltlandi. mynd/Gva Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira