Helgi með fimm plötur á topp 20 6. júlí 2012 10:30 Helgi er að vonum afar ánægður og þakklátur fyrir gott gengi platna sinna hérlendis, en svo virðist sem landinn kunni vel að meta allt sem hann gerir. Fréttablaðið/stefán „Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira