Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum 10. júlí 2012 08:00 erlendir ferðamenn Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan.Fréttablaðið/GVA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira