Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni 10. júlí 2012 09:00 „Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt Lífið Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu," segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn vissi ekki um vefsíðuna fyrr en aðstandandi hennar sendi henni fréttirnar. „Hann sagði að Too Late væri frábært popplag sem væri spilað hverja helgi í Zaragoza á Spáni og að allir dýrki það þar," segir hún undrandi. Á vefsíðunni er einnig bent á nýja lagið So High af plötunni Star-Crossed, sem kemur út í ágúst. „Ég hef rekist á nokkrar umfjallanir á Netinu síðan So High kom út fyrir rúmlega viku. Það er búið að skrifa fullt um nýja efnið og þó platan sé ekki komin út," segir Þórunn sem fær reglulega ábendingar um umfjallanir frá vinum. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönnum neitt um mig," segir hún. Þessi tíðindi eru í takt við þau orð sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, lét falla um nýju plötuna. „Hann sagði að hún myndi virka geggjað vel í Suður-Evrópu og eftir að hann frétti af þessum lista sagði hann að ég ætti að fara til Spánar og Ítalíu og meika það," segir hún og játar að það yrði sko ekki leiðinlegt. Næst á dagskrá hjá söngkonunni er að taka upp myndband við nýja lagið So High. „Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason sem standa að baki Narvi Productions leikstýra myndbandinu í næstu viku," segir hún en þau höfðu veg og vanda að myndbandi GusGus við lagið Over.- hþt
Lífið Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira