Forsvarsmenn Strætó afhentu Dóru Elínu Atladóttur, forstöðumanni Vildarbarna Icelandair, yfir hundrað kíló af erlendri mynt nýverið.
Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður.
Markmið sjóðsins er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til ferðalaga ásamt fjölskyldum sínum. Alls hafa 330 fjölskyldur notið stuðnings úr sjóðnum, en hann var stofnaður árið 2003.
Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjóðsins.- ktg
Innlent