Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik 11. júlí 2012 09:00 Keflavíkurflugvöllur Talsmaður Iceland Express segir atvik þar sem tveir menn komust í leyfisleysi inn á flughlað og upp í flugvél kalla á umbætur. Fréttablaðið/pjetur Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira