Vill dýralögreglu sem sérhæfir sig í eftirliti 11. júlí 2012 11:00 Dýraníð í Svíþjóð Fertugur karlmaður í Svíþjóð var handsamaður af dýralögreglunni þar í landi fyrir að hafa fangað villta fugla og geymt þá í kofa við óviðunandi aðstæður.Nordicphotos/AFP „Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira