Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu 11. júlí 2012 11:30 lögreglan Ráðning tveggja lögreglumanna á Akureyri var talin innan ramma laga, en varð Umboðsmanni Alþingis engu að síður tilefni til að árétta að auglýsa ætti tímabundin störf í meira mæli. fréttablaðið/vilhelm Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp Fréttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp
Fréttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira