Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta 13. júlí 2012 06:30 Í fjósinu Bændur sem fullvinna og selja eigin afurðir vilja fá heimild til að framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk. Myndin af þessum fallegu gripum tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira