Segir vörður skemma náttúru og stemningu 13. júlí 2012 08:30 Skemmdir við Þingvallaveg Margir vörðusmiðir virðast ekki hugsa út í að velja sér ekki steina sem eru fastir í gróðurhulu landsins og skilja því eftir sig ljót sár eins og hér má sjá við Þingvallaveg.MYnd/Ingó Herbertsson „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira